Re: svar: Hardcore í tjaldi

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hardcore í tjaldi Re: svar: Hardcore í tjaldi

#54147
0801667969
Meðlimur

Hvaða rugl er þetta Ívar. Miklu meiri stæll að grafa sig í fönn. Eina skipti sem ég man eftir að snjóhús hafi verið blautt var þegar ég fór í plastpoka í holunni sem ég hafði grafið. Plastpokinn var reyndar seldur sem bivakk poki af ódýrustu gerð úr Skátabúðinni sálugu. Hann andaði ekkert enda ódýr.

Hafði vit á því fyrir rest að segja skilið við heimskuna, fara úr bivakkplastpokanum og í svefnpokann og þá varð allt þurrt og hlýtt. Þarna voru þrjár holur í skafli hlið við hlið. Í birtingu daginn eftir kom í ljós að skálinn í Botnum var nokkrum metrum fyrir neðan okkur.

Þetta var nú fyrir daga GPS þegar ferðamennska var eingöngu fyrir kúl karla. Ef ég man rétt var Karl nokkur Ingólfs í með sína holu þarna líka. Sú hefur örugglega verið miklu háþróaðri en mín. Kannski með þurrkara líka?

Kv. Árni Alf.