Re: svar: Greitt árgjald = gilt atkvæði

Home Umræður Umræður Almennt Greitt árgjald = gilt atkvæði Re: svar: Greitt árgjald = gilt atkvæði

#51094
0902703629
Meðlimur

Það á að vera réttur hvers og eins félaga að fá tækifæri til að kjósa um stjórn óháð búsetu, þar sem „klúbburinn“ er starfræktur á landsvísu og er „félag áhugamanna um fjallamennsku“ en ER ekki lokaður „borgarklúbbur“.

Allir þeir félagar sem greitt hafa ársgjald hafa atkvæðisrétt og því á að gera þeim sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu kleift að koma sínu atkvæði á framfæri. Það ætti að vera einfalt í allri nútímavæðingunni!

Ég skora á karla og konur á stjórnarfundi ÍSALP að ræða utankjörfundaratkvæðagreiðslu, með hvaða hætti standa skuli að slíkri framkvæmd og tryggja það að á næsta ári, 2008, verði ÖLLUM gert kleift að kjósa.

Með kveðju frá LANDSBYGGÐARPAKKINU