Re: svar: Grafarfoss

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Grafarfoss Re: svar: Grafarfoss

#52149
0206862359
Meðlimur

Fyrsta ísklifrið mitt: Þegar ég leit niður horfði félagi minn á mig með þessum mikla örvæntingarsvip, er allt í lagi spurði hann, jájá sagði ég, afhverju ertu að hrista skóinn minn? þá sá ég að ísöxin hans var á kafi í hælnum á splúnkunýju scarpa plast skónum mínum. eftir smá hristing var öxin laus og við kláruðum fossinn. þegar heim var komið skoðaði ég þetta betur og mér til mikilllar lukku hafði öxin aðeins gert gat á plastið og rétt snert innri sokkinn og hásinin mín því sloppið með skrekkin.