Re: svar: Græjubúðir í Barcelona

Home Umræður Umræður Almennt Græjubúðir í Barcelona Re: svar: Græjubúðir í Barcelona

#51890
0703784699
Meðlimur

….taktu með þér túttur og kalkpoka og þú gætir náð downtown klifri….rakst á það í sumar eftir eina af ferðum mínum þar.

En þegar þú stendur á Placa d´ Espanya og horfir á La Font Magica, þá labbar þú að því eða höllinni (Mirador de Palau Nacional). Þegar þú horfir á hana að þá er brekka þér á hægri hönd (Avinguda de Marques de Comillas) sem þú labbar upp að fyrsta hringtorginu og í áttina að Olympíuleikvanginum. En þar eru skemmtilegir náttúruklettar sem er síðan búið að steypa efsta hlutann í? En það sést þegar þú stendur og horfir niður á einn leikvanginn frá Avinguda de l´Estadi.

Eflaust einfalt að taka taxa þangað og þá láta hann henda þér út á götunni Camy de la Foixarda. Endilega kíktu á þetta á Google Earth áður. Þar er alltaf fullt af fólki að klifra downtown Barcelona og þar færðu allar þær upplýsingar sem þú þarft um klifur.

Ættir að átt þig hér, http://maps.google.com/maps?ll=41.36623,2.1472169&z=19&t=h&hl=en

http://www.barcelonayellow.com/content/view/114/36/

Getur klikkað hér líka, http://www.breadandbutter.com/winter2008/en/bread-butter-barcelona/location-barcelona/ , og þá sérðu Torgið (Placa d´Espanya eða FIRA) sem ég byrjaði á og labbar uppfrá því.