Re: svar: Góður dagur á fjöllum.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Góður dagur á fjöllum. Re: svar: Góður dagur á fjöllum.

#50463
AB
Participant

Já, endilega skellið ykkur.

Við fórum upp þröngt gil, hægra megin við klettinn þar sem brattinn byrjar, í stað vinstra megin eins og í leiðarvísinum. Einnig er hægt að fara lengra til hægri upp breitt gil og sleppa þannig við mesta brattann.

Þó við höfum ekki notað línu þá mæli ég með að þið takið hana með, gilið er bratt sem og höftin, og það efsta er líka nokkuð langt (ca. 10 m). Það er líka nauðsynlegt að hafa kost á því að geta komið sér niður með sigi ef þörf er á.

Góða skemmtun!

AB