Re: svar: gestabók á hraundröngum

Home Umræður Umræður Almennt gestabók á hraundröngum Re: svar: gestabók á hraundröngum

#50629
Sissi
Moderator

Er ekki málið að hýsa hana í Skútuvogi?

Svo mætti nú reyndar benda á það líka að fólk er búið að eyðileggja viskýið með því að bæta allskonar gutli ofan í það. Ég verð aldrei samur maður eftir að hafa smakkað þennan óbjóð. Veit æska landsins ekki að Ópal skot og Breezer á ekkert erindi í Finest Blend?

Þannig að einhver nýr eðalfleygur með einmöltungi væri málið líka.

Svo er miðjustansinn stórvarhugaverður (reif út fleyg), og athugandi hvort ekki er hægt að síga af toppnum, sem er eina heillega stykkið í þessum drulluhaug. Það er svona á mörkunum en gæti gengið með 2×60.

…og bóndinn þarna fyrir neðan er eðalmenni, býður í kaffi og kökur. Ekki verra að hafa eitthvað meðferðis fyrir hann.

Sissi

ps – ef einhver saknar Fruit of the Loom bolsins þá er Skabbi enn með hann http://gallery.askur.org/sissi_hraundrangi/DSC04535