Re: svar: Fyrir þá sem eru læsir….

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hardcore í tjaldi Re: svar: Fyrir þá sem eru læsir….

#54162
0703784699
Meðlimur

Himmi, -hvar hef ég skrifað um snjóhús þar sem hægt er að standa uppréttur? Kalli: „sitja uppréttur við eldamennsku“

Maður verður aðeins að krydda hlutina til að fá almennilega umræðu, eldhús og standa er ekki svo langt frá því að sitja uppréttur við eldamennsku.

Svo má alveg misskilja þetta ef menn vilja, „Það er mikið fljótlegra að grafa hengjuhús um þokkalega stórt op svo svo hægt sé að standa þokkalega að verki. „

Kóf er ekki vandamál í þeim tjöldum sem ég hef hýrst í, en hávaði er það.

Kalli segir “ Aftaka rigning og rok er versta veður sem finnst á jökli og líklega eina veðrið þar sem tjöld duga betur en snjóhús.“ Skil ekki tilganginn í þessum þræði þegar svarið liggur í þessari setningu.

Snjóhús eru góður kostur og gott að kunna til verka þegar á þarf að halda en verður seint nýtt sem aðalkostur. Veður og snjóalög eru bara ekki nógu stöðug til að geta treyst á þann kostinn. Einn daginn getur fína plastskóflan brotnað meðan næsta dag flýgur hún í gegnum slabbið. Held ég kjósi tjaldið þá frekar og notist við snjóhúsin í neyð.

Af hverju er þá ekki spöruð þyngd á heimskauta og grænlandsleiðangrum með því að búa í snjóhúsi allan tímann? Spyr sá sem ekki veit.

kv.Himmi sem klárlega hefur ekkert betra að gera