Re: svar: Fyrir þá sem eru læsir….

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hardcore í tjaldi Re: svar: Fyrir þá sem eru læsir….

#54167
Karl
Participant

Himmi, -Ég er ekki að leggja til að menn leggi tjöldin á hilluna. Ég er einfaldlega að segja að í skítviðri á jökli sé yfirleitt mun betra að dvelja í snjóhúsi en tjaldi. Auðvitað er blíðan best og þá eru tjöldi fín. Bendi þér svo enn og aftur á að lesa pistlana þar sem ég minnist ekki á að standa uppréttur við gröft fyrr en eftir að þú skrifaðir þinn pistil um meint manngeng snjóhús

Varðandi heimskautaharkið þá er er veður mun stabílla þegar komið er langt frá opnu hafi og virkum varmadælum á við golfstrauminn. Þetta hefur í för með sér að úrkoma er minni, fannburður er minni oþh. Menn eru því betur komnir í tjaldi meirihluta dvalartímans. Allir hafa þó skóflur meðferðis.

Inúítar í Kanada og á Vestur Grænlandi bjuggu í Iglo á vetrum eða þessum klassísku hvolflaga snjóhúsum. Þeir völdu þetta framyfir tjöld þar sem snjóhúsin eru hlýrri og óþarfi að bera með sér snjóinn á milli náttstaða.

Það er hinsvegar engin hefð fyrir vetrarbúsetu í snjóhúsum á Austur Grænlandi. Ástæðan er að þar gerir umhleypingar líkt og hér og hlaðin snjóhús endast stutt í slagviðri (spyrjið bara Einar-Rennurhratt)

„Hengjusnjóhús“ úr þéttum snjó getur staðið af sér umtalsvert slagviðri og verið þurrara en tjald en ég hef litla trú á að „gryfjusnjóhús“ á flatlendi sé góður kostur í mikilli rigningu.

Björk,
Varðandi burðargetu þá verða men bara að grafa og öðlast reynslu af því hvernig mismunandi snjór hagar sér og læra að varast hvað léttur og auðgræfur snjór sígur hratt.

Árni minntist á að hjarn og snjóleysi komi í veg fyrir snjóhúsagerð og það eru ekki ný sannindi.
Það hafa ábyggilega margir heyrt hrakningasögur sem innihéldu frasann “ ekki var nægur snjór eða of harður til að grafa sig í fönn“.

Bassi er hinsvegar með langbesta innleggið, -hljómar ekki spáin uppá að fara nokkrar salibunur upp Kaldbakinn á fjallhíf….