Re: svar: Fundur um Boltun?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Fundur um Boltun? Re: svar: Fundur um Boltun?

#48867
2806763069
Meðlimur

Við svona vitleysu fallast manni hendur. Það eru bara óskrifuð lög að maður boltar ekki sprungur, eins og að maður kúkar ekki í vaskinn og gengur ekki niður Laugarveginn nakinn. Þeir sem bolta sprungur skilja annað hvort ekki reglurnar, hafa stjórnlausa þrá fyrir að brjóta þær eða eru bara klikkaðir, eins og þeir sem brjóta hinar reglurnar.

Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið boltað í Stardal er svo sannarlega ekki sú að sú hugmynd hefur ekki verið rætt. Hún er einfaldlega sú að svæðið er ekki til þess fallið.

Ég hef svo sem ekkert á móti þessari krossför ykkar bakkabræðra til björgunar íslensku klifri og er svo sem alveg sammála að gamlar hetjur leggi sitt af mörkum til að gera ungviðinu kleyft að bera eldin lengra og hærra. Boltun Stardals eða annara dótasvæða er hinsvegar og verður aldrei rétta leiðin til þess. Nær væri að eyða þessari orku í að sannfæra forsvarsmenn borgarinnar um aukin framlög til Klifurhússins, bolta sérstök byrjendasvæði í Búhömrum eða taka að sér efnilega drengi og stúlkur og kenna þeim að setja inn vini og hnetur svo þau geti á eigin spýtur kannað áður óklifna klettaveggi. Að mínu mati er svona umræða hvorki fyndin né af hinu góða og ég er annsi hissa og hræddur um að þið skiljið ekki alveg hvaða skilaboð er verið að senda. Því miður hefur mér greinilega ekki fullkomlega tekist að koma skoðunum mínu á framfæri hér á sannfærandi hátt en mér finnst visst virðingaleysi við náttúrana sem þið stafnið að ekki skilt því að klifrarar nemi ný lönd í trássi við úreltar og oft illa ígrundaðar ákvarðanir manna um hvað sé náttúruvernd og hvað ekki. Hér á ég við nýtt landnám á Hnappavallarsvæðinu sem ég tel fullkomlega réttlætanlegt og í raun tel ég að þar hefi verið of hægt farið.

Mín skoðun er sú að æska landsins sé mikilvægari en nokkrir fuglar og auk þess meigi ná fram fullnægjandi friðunaráhrifum með tímabundnum lokunum svæða eða banni við notkunn borvéla á viðkvæmum tímum.

Hér er komið málefni sem væri þess virði að leggja örku í til framdráttar klifri á íslandi.

En ég þarf engar áhyggjur að hafa, ég hringdi í Stebba sem var stórkostlega hneykslaður og mun standa fast á því sem rétt er.

Kveðjur úr þjóðgarðinum

Ívar