Re: svar: Fréttir af Ísalp-klifri?

Home Umræður Umræður Almennt Fréttir af Ísalp-klifri? Re: svar: Fréttir af Ísalp-klifri?

#52100
Sissi
Moderator

Ég hitti Gulla með kúlu á hausnum í dag niðri í bæ, hann verður samt að segja frá því sjálfur hvort það er eftir klifrið eða jólaglöggið.

Aðventuklúbburinn lagði leið sína í Tindfjöll, reyndar aðeins dagsferð í þetta skiptið vegna skítviðris á föstudaginn. Steppo, Hálfdán, Siggi Skarp og Kiddi Gylfa ásamt undirrituðum.

— Veðurguðirnir eru hættir að ganga vel um skálann. T.a.m. mokaði ég sl. laugardag upp 10 skóflum af harðtroðnum snjó úr kojunni sunnanmegin. Bendir til þess að þarna hafi ekki verið á ferðinni fjallamenn sem eru ekki almennilega „orðvanir“ nýlega. —

Bættum líka slatta af brenni undir kojuna og settum nýja kamínuhringinn á sinn stað. Hann fellur ekki ofan í ysta hringinn, þarf líklega að taka hann í bæinn í síðar og renna aðeins betur af honum. Held að þetta sé vel brúklegt samt í bili.

Það hafði skafið aðeins inn um viðgerða gluggann (kannski gerðist það áður en það var skipt um?) og örlítið inn um gluggan á svefnloftinu líka.

Annars er þetta bara í sæmilegu standi þarna, nýja millihurðin og glugganir líta prýðilega út.

Skíðuðum nokkrar ferðir fyrir ofan Miðdal í fínu púðri ofan á hörðu og flúðum síðan í bæinn undan fjórða óveðri vikunnar. Hinn besti dagstúr og miklu betra veður en spáð var.

Kíktum inn í nýja flubbaskálann – það er nú hálf sorglegt um að litast þar. Hurðin var opin og skálinn fullur af snjó sem hafði skafið inn um óþétta veggi og hurðina. Við erum að tala um rúmmetra. Fer örugglega ekki vel með gólf og veggi. Bundum hurðina aftur en gátum lítið meira gert fyrir greyið.

Siz