Re: svar: Framhald af þræðinum Ópið…

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Framhald af þræðinum Ópið… Re: svar: Framhald af þræðinum Ópið…

#53962
AB
Participant

Margir þeir sem klifra nýjar leiðir á Íslandi í dag gráða þær eftir WI-kerfinu, ekki P-kerfinu. Hins vegar eru flestar „benchmark“ leiðirnar gráðaðar eftir P-kerfinu. Þetta orsakar misræmi.

Ívar er í raun sá sem byrjaði að nota hið eiginlega WI-kerfi og allir gömlu kallarnir urðu voða skeptískir þegar hann klifraði 40 metra leið sem samanstóð af tveimur fríhangandi kertum og veseni og kallaði hana WI6 (leiðin Sexí).

Margir yngri klifrarar hafa tekið þetta til fyrirmyndar.

Pæling:

1. Flestir sem nálgast gráðun út frá WI-kerfinu myndu samþykkja að efsta haftið í Ýringi í Brynjudal sé solid WI5. Yfirleitt mjög nærri lóðréttu (neðri hlutinn yfirhangandi í vissum aðstæðum), nærri 30 metrar af samfelldu klifri og takmarkaða hvíld að fá.

2. Þessi leið er P4+ í P-kerfinu. Ég veit það því mér var tjáð skilmerkilega af reyndum köppum að þetta næði nú ekki 5 gráðu, rétt eftir að ég komst upp á brún, pumpaður í drasl, 19 ára gamall og holdvotur á bak við eyrun:)


Þegar ég fer og klifra leið X og mér finnst hún vera svipuð og Ýringur þá segi ég WI5 af því ég er vanur að hugsa þetta þannig. Þegar Palli endurtekur leið X og finnst hún líkjast Ýringi þá segir hann 4+.

Niðurstaða:

Ívar fokkaði þessu öllu upp!

En spauglaust:

Það er nákvæmlega ekkert sem við getum gert. Það er ekki hægt að stjórna því hvort fólk metur ísleiðir útfrá WI eða P. Vaninn er sterkur. Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir þetta ekki öllu máli. Reynum að halda eins miklu samræmi og við getum þótt það verði aldrei fullkomið.

Það er líka mikilvægt að þeir sem eru leiðandi í sportinu hverju sinni láti ekki misskilda hógværð stjórna gráðun á leiðum. Það er ekkert hættulegt við töluna WI6. Þetta er bara tala á blaði. Ég ætla til dæmis að leyfa mér að segja að WI5+ leiðin þeirra RobboSigg fyrir westan yrði kölluð WI6 af nánast öllum klifrurum sem voru svo óheppnir að fæðast ekki á Íslandi.

Að lokum:

Ég held að Þilið sé alls ekki góð sem benchmark WI5 vegna þess að hún myndast í alls kyns aðstæðum. Ég heyrði einhvern segja að eitt sinn hafi efsta spönnin verið furðulega létt, sennilega bara WI4. Í eina skiptið sem ég hef klifið þessa leið þá var efsta spönnin að lágmarki WI5+ (upp frístandandi kerti yfir á fríhangandi kerti og eitt minna ísþak í viðbót).

Kveðja,

AB