Re: svar: Fleira hot stuff frá telemarkfestivali

Home Umræður Umræður Skíði og bretti hot stuff frá telemarkfestivali Re: svar: Fleira hot stuff frá telemarkfestivali

#52584
Sissi
Moderator

Mér ber víst skylda til að commenta á allt sem tengist telemark, enda leiðandi afl í umræðum um slík mál hér á vefnum.

Stefnan er sett á að þroskast. Eftir 35 ár stefni ég að því að læra golf, að spila vist og telemark. Ég mun einnig neyta matarkexx í miklu magni.

Gaman að sjá að Siggi er alltaf að prjóna, hann fer svo hratt. En hvernig er með svörtu vindskeiðarnar á keppnisbílunum frá nashyrningunum, var formúlusambandið búið að samþykkja þetta? Mjög „eró“ eins og verkfræðingarnir segja. (Takið eftir tvíræðninni).

Líka glæsilegt feisplant þarna á 2 stöðum. Ef maður dettur ekki er maður ekki að reyna. Þetta fólk vinnur!

En lokaspurningin: af hverju fór keppnin fram í barnabrekkunni?

Kveðja,
Sissi (kann bara á eitt skíði í einu)