Re: svar: Fjallaskíði

Home Umræður Umræður Almennt Fjallaskíði Re: svar: Fjallaskíði

#52369
0304724629
Meðlimur

Ég nota BD Havoc, Spirit 3 og Dynafit. Skothelt kombínasjón. Hef sjálfur ekki hitt ,,alvöru“ skíðamann sem notar annað en Dynafit. Heyrði af prófi sem gert var í útlandinu um styrkleika bindinga og kom í ljós að Dynafit bindingarnar voru sterkari en Diamir. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.

Aðalmálið er þó að nota draslið, hvað sem verður fyrir valinu. Ég verð seint talinn bókstafstrúarmaður varðandi skíðabúnað. Nota ennþá tíu ára gömul Tua skíði sem ég fékk á sjöþúsund kall. Finnst reyndar rán að eyða tugum þúsunda í skíði og myndi aldrei gera það sjálfur. Spenna, sædkött…allt kjaftæði og árinni kennir illur ræðari!

BD skíði fást í Fjallakofanum og Scarpa skórnir líka.

Ívar, er ég einn af þessum fjórum fjallaleiðsögumönnum???

Fyrir vestan bara snjóar og snjóar.

Best að fara að sofa enda byrjaður að rugla.

kv
rok