Re: svar: Fjallamann

Home Umræður Umræður Almennt Fjallamann Re: svar: Fjallamann

#48644
0801667969
Meðlimur

Laukrétt hjá Ívari og yrði gríðarskemmtilegt að sjá þessa umræðu á síðum Mogganns.

Fjallaskíði eru alpine touring skíði. Annað er bara mismunandi útfærsla á gönguskíðum. Þegar ég byrjaði í þessum bransa var ég á tré gönguskíðum án stálkanta. Ég rökræddi mikið við Helga Benediktsson um kosti gönguskíða og það löngu áður en ég uppgötvaði telemarkið. Helgi var hins vegar harður talsmaður fjallskíða og taldi menn ekki útkallshæfa nema á slíkum búnaði. (Ég fékk þó að fljóta með í útköll).
Ég skil ómögulega af hverju fjallaskíðin eru að mestu dottin út úr fjallamennskunni hér því þau hafa ákveðna kosti fram yfir gönguskíða- og telemarkbúnaðinn sérstaklega skórnir sem henta ágætlega til klifurs. Þó ég hafi barist hart fyrir bættri gönguskíðamenningu var aldrei ætlunin að útrýma fjallaskíðum.

Kv. Árni Alf.