Re: svar: Ferðafyrirtæki í Slóveníu býður þjónustu

Home Umræður Umræður In English Ferðafyrirtæki í Slóveníu býður þjónustu Re: svar: Ferðafyrirtæki í Slóveníu býður þjónustu

#50037
2802693959
Meðlimur

Nýkominn frá Slóveníu þar sem ég var meðal annars á umræddu svæði við lake Bohinj en mest þó í svokölluðum Kamnisko – Savinjske Ölpunum sem liggja fast við landamæri Austurríkis. Óhætt að fullyrða að þessi ferð hafi opnað mér nýja sýn á alpana og ótæmandi möguleika sem bjóðast í Slóveníu, enda eru Slóvenar augljóslega mikið útivistarfólk. Óhætt að mæla með fjallgöngu (170 fjallakofar með fullri þjónustu fram í okt), klifri, hellaskoðun (yfir 8.000 kalksteinshellar) og rafting (prófaði reyndar ekki). Hæsta fjall Slóveníu er Triglav (Þríhöfði), sérlega glæsilegt úr fjarska og ku státa sig af þriðja hæsta norðurfésinu í Ölpunum!!! (sjá grein um göngu á Triglav í 3. tbl. Útiveru 2005).
Svo er verðlag sérlega þægilegt, á að giska þriðjungur af kostnaði á Ísl. Verð án efa með grein um ferðina í fyrsta eða öðru tölublaði Útiveru á næsta ári.
kv, Jón Gauti