Re: svar: Einfara

Home Umræður Umræður Almennt Einfara „Solo Climbing“ Re: svar: Einfara

#47932
AB
Participant

Þetta var sniðugt Palli. Ágætt að reyna að hnoða líf í umræðusíðuna.

Stundum hefur þeim sem stunda sólóklifur verið skipt í tvo hópa. Annars vegar reyndir klifrarar sem þekkja getu sína og takmörk og hins vegar óreyndir klifrarar sem vita engan veginn hvað þeir eru að gera og enda með því kála sér í einhverju klúðri.

Sem ungur, lítt reyndur klifrari lít ég upp til þeirra sem hafa unnið afrek í klifrinu. Að sólóa erfiðar klifurleiðir í fjöllunum er visst afrek. Því lít ég upp til þeirra sem nýta reynslu sína og hæfileika til að einfara klifurleiðir, gera það fyrir sjálfa sig og njóta upplifunarinnar (og eiga helst ekki konu og fjögur börn á aldrinum 2-14 ára heima við).
Menn allt frá Jóni Geirs til Mark Twight virka því sem hvatning á mig þó ég stundi ekki sólóklifur.

Þeir sem sólóa vilja ekki deyja frekar en flestir aðrir, en því miður gerist það nú samt. Eigingirnin í sólóklifri er augljós því harmurinn er þeirra sem eftir lifa. Samt getur enginn bannað fólki að sólóklifra. Einmitt í þessu felst fegurð klifursins. Fólk gerir það sem það vill, á þann hátt sem það vill.

Það hefur ekki verið og mun sennilega aldrei verða veruleg fækkun í íslenska klifursamfélaginu vegna sólóslysa. Ekki nema Birgitta okkar Haukdal dragi með sér inn í klifursamfélagið, skara af óvita klifrurum í kjölfar auglýsingaherferð Rís súkkulaðis:)

Andri.