Re: svar: Einfara

Home Umræður Umræður Almennt Einfara „Solo Climbing“ Re: svar: Einfara

#47939
Anonymous
Inactive

Alltaf gaman að taka þátt í fjörugum skoðanaskiptum, sérstaklega þegar menn halda sig við málefnin eins og hér hefur reyndar verið gert (heyr heyr!!), Það er nú alveg rétt að hver og einn velur sína leið á fjöllum og það er það sem við sækjumst eftir þ.e. frelsið!!!! Við þessir reyndari erum fyrirmyndir fyrir hina yngri og óreyndari og höfum þess vegna ákveðnar skyldur gangvart þeim. Það efast enginn um að Ívar er einn af reyndustu klifrurum okkar í dag(alla vega ekki ég), enda segir fjöldi nýrra ísklifurleiða (sem hann hefur teki þátt í) síðustu 2-3 árin sína sögu. Ég held að við ættum samt að ítreka þetta til þeirra sem eru að byrja í sportinu að þetta sé eitthvað sem ekki er gert á hverjum degi og heldur ekki eitthvað sem menn segja að sé sjálfsagður hlutur.