Re: svar: Einfara

Home Umræður Umræður Almennt Einfara „Solo Climbing“ Re: svar: Einfara

#47930
Anonymous
Inactive

Ég verð nú eiginlega að segja að ég er svona klofinn í þessu máli. Á einn hátt er ég fullur aðdáunar að menn skuli þora þessu og á annan hátt er ég alls ekki með þessu. Ekki vegna þess að ég þori þessu ekki sjálfur heldur vegna þess að okkar klifurhópur er svo lítill að það yrði ekki góð auglýsing ef illa færi. Einnig að það er alltaf mjög leiðinlegt að sjá af góðum vinum og klifurfélögum og óbætanlegt ef þeir taka að hverfa yfir móðuna miklu í eihverjum mæli. Ég held nú ekki að Ívar eigi fáa vini heldur frekar að hann er að sanna eitthvað fyrir sjálfum sér og öðrum. Hann hækkar ekkert í áliti hjá mér við að gera svona hluti. Olli