Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Dagskrá Telemarkhelgarinnar 2005 › Re: svar: Dagskrá Telemarkhelgarinnar 2005
Á Dalvík eru aðstæður þannig að frekar snjólétt er í fjallinu en þó alveg nóg til að renna sér án teljandi vandræða.
Snjóalög í neðri lyftu eru ekki spennandi, ein eða tvær ræmur til að fara niður. Hins vegar eru aðstæður í efri lyftunni (þessari brattari) miklu betri, þar er enn fullt af snjó í brautinni og t.d. í gær var svona júní-slush. Ekkert grjót að þvælast fyrir eða neitt þannig.
Nú, Nonni sem er aðalkarlinn þarna á Dalvík vill allt fyrir telemarkara gera og er til í að þjóðnýta troðarann eins og best hentar. Hann kom með tillögu um að draga okkur áleiðis að toppnum svo hægt væri að renna sér niður norðan megin, það ku vera nokkuð bratt. Eins nefndi hann að draga mannskapinn upp Reykjaheiðina, eða annað, bara eftir aðstæðum.
Veðurstofan er enn að spá snjókomu, það þarf ekki mikið til að hægt sé að renna utanbrautar á Dalvík því fjallið þar er lyngi gróið og alls ekki grýtt.
Heyrði í fólki frá Siglufirði í gær sem sagði að þar væru snjóalög svipuð og á Dalvík, neðsta lyfta snjólaus en uppi væri allt í lagi. Þar er víst meiri snjór utanbrautar en í Böggvisstaðafjalli. Siglufjörður og Dalvík eru s.s. í bestu aðstæðum allra skíðasvæða landsins núna.
Geri ekki ráð fyrir neinni púðurskíðun um helgina, ekki frekar en á festivalinu í fyrra. Aðstæður eru ekki „góðar“ en vel nýtanlegar og auðvitað hægt að skemmta sér vel á skíðum hér um helgina, hvet alla til að mæta.
Sjáumst!!!