Re: svar: Búhamrar

Home Umræður Umræður Klettaklifur Búhamrar Re: svar: Búhamrar

#49504
Siggi Tommi
Participant

Já, þetta var sérdeilis prýðilegt klefur. Smá laust gums eftir frost og þíðu síðastliðinna mánaða.
Þriðja skiptið sem við leitum að þessari Gandreið og loksins tókst það…
Til útskýringar (ef menn missti af spjalli um þetta í fyrrasumar), þá er sú leið á sama stað og dótaleiðin Nálin og byrjar hún á syllu vestan við nálina sjálfa. Menn geta hvort sem er:
1) farið upp fyrri spönnina í Nálinni og hliðrað svo lengra til vinstri en Nálar leiðin sjálf liggur. Gandreiðin er í augljósum vegg vinstra megin við hana, ca. 15m löng og endar í akkeri efst í þeim vegg.
2) einnig er hægt að fara ofan við leiðina og síga niður úr fínu sigakkeri ofan við leiðina (við fórum þá leið).
Mælum hiklaust með þessari leið (og Turninum líka svo sem) og gefum henni 4 stjörnur af 5 mögulegum og gráðu einhvers staðar um miðjan 5.10 skalann (b/c? veit ekki hvað höfundurinn gaf henni…). Nokk snúin en vel boltuð og skemmtileg.
Rauði turninn aftur á móti er austast í hömrunum og hefur víst fengið gráðuna 5.8 en hún er nú töluvert snúnari en sú gráða gefur til kynna (5.9 myndi ég segja frekar)…