Re: svar: Búahamrar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Búahamrar Re: svar: Búahamrar

#52244
Freyr Ingi
Participant

Eins og Andri segir fórum við Geiri ævintýralega skoru austan við 55 gráðurnar. Þekki ekki nánari deili á henni en hún reyndist prýðis skemmtun þó þunn væri. Hið sama má segja um hinar leiðirnar í B-hömrum, þunnar en allt að koma til.
Gengum svo niður tvíburagilið og leist svo fjandi vel á eina sprænuna þar að við gengum í málið á meðan Andri og Eyþór gengu niður, enda tímabundnir menn á ferð.

Tak for leljigheden!!

Eru menn ekki annars að fara út um helgina?

FIB