Re: svar: Boulder í Eyjafirði

Home Umræður Umræður Klettaklifur Boulder í Eyjafirði Re: svar: Boulder í Eyjafirði

#47907
0902703629
Meðlimur

Grjótin sem voru á forsíðu isalp.is í gær eru vestan megin við Eyjafjarðará undir fjallinu Möðrufellsfjall og hugsanlega hrun úr því fjalli. Á svæðinu eru óteljandi hnullungar af öllum stærðum og gerðum og ná þeir reyndar alla leið niður að Eyjafjarðará og dreifast því á nokkrar eignir/bæi á svæðinu. Nú þegar hefur verið fengið leyfi til að brölta á grjótinu hjá heimilisfólkinu á Torfum en þau „eiga“ aðeins lítinn hluta. Enn á eftir að „semja“ við ábúendur á Ytra- og Syðrafelli. Það er varla hægt að segja „að glímt“ hafi verið við grjótin þó að við höfum vissulega prófað aðeins fyrir okkur. Þau virðast til dæmis mjög misjöfn að gerð, sum of lin og laus í sér á meðan önnur standa undir væntingum.

Grjótið sem Böbbi þjösnast á á forsíðu dagsins í dag er hinsvegar Grásteinn sem staðsettur er austan megin Eyjafjarðarár. Ekki eru allir á eitt sáttir um hver „eigi“ steininn þó að heimilisfólkið í Háagerði telji hann sína eign og jafnframt álfastein sem ekki beri að hrófla við á einn eða annan hátt.

Að lokum má benda á skemmtilegt klettabelti austan við bæinn Rifkelsstaði í Eyjafjarðarsveit. Klettabeltið er 300 – 700 m. að lengd, undirlendið er gras og mosi og það er óneitanleg þægilegt að hvíla sig á árniðnum í Munkaþverá með því að skella sér á þetta svæði. Ekki væri úr vegi að bolta nokkrar leiðir með leyfi ábúenda.