Re: svar: Bjór

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður Re: svar: Bjór

#50355
Sissi
Moderator

Við Eiríkur Gísla fórum í Stíganda, fjölmennt þar því Viðar og Gísli voru spottakorn á undan okkur, og varð úr hið besta sósíal klifur. Skabbi og Bjöggi fóru í Rísanda. Báðar leiðir fínar, frekar þunnt efst í Rísanda reyndar og blautt.

Eitthvað meira er nú hægt að gera þarna í Múlafjalli, Ýringur leit ágætlega út í Brynjudal, Óríón er ekki í aðstæðum. Eilífsdalur er feitari sýndist okkur en fyrir 2 vikum, Himmi og Bjarni ætluðu þangað.

Nóg af ís til að eiga góðan dag, og ekki skemmdi veðrið fyrir.

„Góður dagur á fjöllum“ = jamm.

Siz