Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll › Re: svar: Birtir í Bláfjöllum?
14. mars, 2007 at 13:08
#51253

Meðlimur
Fæst orð bera minnsta ábyrgð sagði einhver. Verð samt að þakka fólki góð viðbrögð við þessari löngu tímabæru grein. Hér eru reyndar engin ný sanndindi á ferðinni. Mig grunar samt að í aðsigi séu rangar ákvarðanir. Hef heyrt að tölur á bilinu 100-200 milljónir í start kostnað fyrir snjóframleiðslu í einni brekku. Tel skynsamlegra að eyða 20-30 milljónum í landmótun og snjógirðingar fyrir allt svæðið. Það gæti dugað til að opið væri a.m.k. 4-6 mán. á ári. Ég óttast að Björn Ingi og Borgarstjóri séu ekki vel upplýstir um málið. Hver fær að skíða í þessari einu brekku?
Kv. Árni Alf.