Re: svar: Batman, Ragnar og gæfa ÍSALP….

Home Umræður Umræður Almennt Batman, Ragnar og gæfa ÍSALP…. Re: svar: Batman, Ragnar og gæfa ÍSALP….

#48570
Karl
Participant

Ég er sammála formanni um að halda umræðunni á rólegu nótunum.
Landeigendur í Öræfum hafa reynst okkur vel og brýnt að við stöndum vel að okkar aðkomu og umræðu um Öræfin.

Ofríki Batman og Co á dögunum er í sjálfu sér ekkert stórmál en er angi af mikið stærra og viðkvæmara hagsmunamáli sem er umferðarréttur almennings og hvernig framkvæmdaaðilar á borð við kvikmyndatökulið verða að aðlaga sína starfsemi lögum.
Einnig er mikilvægt að ferðamenn þekki rétt sinn og skyldur og leiti upplýsinga hjá þar til bærum yfirvöldum ef þeim finnst á rétt sinn gengið.
Það er alveg óvíst hversu vel upplýst lögregla á hverjum stað og tíma er um almannarétt, en í raun á lögreglan að standa vörð um þessi réttindi og því eðlilegt að leita þangað ef vafi ríkir um rétmæti aðgerða á borð við Batmanstælana á dögunum. Lögregla á að minnsta kosti að geta gefið upplýsingar ef sérstök heimild er í gildi til takmörkunar á ferðafrelsi og hverjir hafa umboð til að framfylgja banninu.
Nú svo má kalla lögreglu á staðin en þá er nú líklegt að dagurinn sé alónýtur vegna tímaskorts og leiðinda og slíkt engum að skapi.