Re: svar: Banff

Home Umræður Umræður Almennt Banff Re: svar: Banff

#47824
0703784699
Meðlimur

Get nú ekki annað en lýst yfir ánægju og vonbrigðum. Ég var ánægður með þessa sýningu í heild sinni, en verð að vera sammála Andra hvað það varðar að sumar myndirnar voru full langar og kvöldin tvö frekar löng, en því til málsbóta er að þetta er nú einu sinni á ári og því vill maður ekki missa af því tækifæri að sjá svona myndir. Íslensku myndirnar voru skemmtilegar á sinn máta, alltaf gaman að sjá myndir af slóðum sem maður kannast við, af heimaslóðum og andlitum sem maður þekkir. Ef þeim íslensku fer að fjölga er það mitt álit að frekar hafa þá sérstak íslenskt kvöld og kannski á öðrum árstíma þá, til að trufla ekki þessa annars ágætu sýningu, þá væri hægt að hafa fleiri erlendar á banff + íslenskt kvöld og þá fáum við meira af svona stuffi. En hafa verður í huga að mynd einsog þessi um Denali var kannski í lengra lagi og þá sérstaklega í ljósi þess að hún var nú ekki með háan adrenalín factor, reyndar fannst mér gaman að sjá þessa mynd en stimpillinn sem ég hef af Banff eru extreme myndir og svona menningar og rólegheitar myndir sér maður annarsstaðar sér til fróðleiks og yndisauka. Nógu lítið sér maður af alvöru action myndum. En eflaust er það vandasamt verk að velja í þetta og ekki öfundsvert (eða ég veit það ekki), en ég held að gott sé að hafa í huga nokkur atriði við val á svona tveggja daga skemmtun, ekki of langar myndir, flestir ef ekki allir eru að koma að sjá Extreme Action myndir með stóru ei og ai, og fjölbreyttnin verður að vera í fyrirrúmi.
Kayakmyndin var nokkuð góð, en kannski heldur löng.
Sá ekki betur en að Andri hafi látið sig hverfa þegar Denali myndin byrjaði þannig að hann missti af þeirri „skemmtun“
Þótt álit „fjallamanna“ á „snjóbrettalýðurinn“ sé ekki mikið má þó taka þá til fyrirmyndar hvað það varðar að undanfarin ár hafa þeir haldið uppi sýningum á nýjustu snjóbrettamyndunum í Laugarásbíó og meiraðsegja haft ókeypis inn. ER þetta ekki e-ð sem við getum líka gert, og þá haft bara kletta-, grjóta-, mixað- og fjallaklifur. Það mætti meiraað segja halda þetta í húsakynnum Ísalp með myndvarpa=ódýrt. Telemarkklúbburinn og Fjallaskíðaklúbburinn (ef hann er til) redda sínu stöffi eða???
En einsog Jölli sagði þá væri gaman að sjá meira íslenskt og þá er um að gera að reyna að hafa REC í gangi og taka bara nóg upp.
En nóg í bili og takk f. mig, Kveðja Himmi sem mætir alveg pottþétt að ári