Re: Svar: Bakpokar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Bakpokar Re: Svar: Bakpokar

#54513
2806763069
Meðlimur

Kemur kannski ekki á óvart en ég er sáttur við Rock-Snake pokann minn, þennan rauða! Reyndar kom hann mér á óvart sem ótrúlega góður í að bera skíði – þó að skíða ólarnar séu nú eiginlega bara svona auka dót á honum að því virðist. Rak augun í einn svoleiðis í Fjallakofanum um daginn.

Skíðafestingar eru að sjálfsögðu það mikilvægasta fyrir þig, enda fljótlega með tvennskonar pör af skíðum og split-board :)

Annars eru bakpokar ótrúlega flókin kaup, það er alltaf eitthvað sem er of mikið eða vantar – held, eftir alla mína poka, að maður verði bara á endanum að sætta sig við það.

kv. Softarinn