Re: svar: Ársrit/vefsíða?

Home Umræður Umræður Almennt Ársrit/vefsíða? Re: svar: Ársrit/vefsíða?

#49371
Karl
Participant

Auðvitað er skemmtilegra að hafa í höndunum blað.

Hvort ársrit flokkast undir minningargreinar veit ég ekki.
Ársritin hafa hinsvegar innihaldið annarskonar efni en er hér á heimasíðunni og finnst mér vöntun á greinum eins og var að finna í ársritinu.
„rafrænt ársrit“ sem geymt er á formi sem er óháð tilfallandi heimasíðugerð getur geymst vel, -þó ég vissulega deili áhyggjum Hrapps um að etv sé slíkt rafheimaskjal forgengilegra en píramídarnir.
Málið er einfaldlega að við höfum ekki komið ársritinu út undanfarið og því reynandi að koma verkinu í þægilegra form.