Re: svar: Ársritið

Home Umræður Umræður Almennt Ársritið Re: svar: Ársritið

#47920
Jón Haukur
Participant

Ársritið var sett í póst núna kl 1400 og lofuðu dömurnar á pósthúsinu því að blaðið kæmi til viðtakenda á morgun, nema ef vera kynni til Grímseyjar.

Það fóru hins vegar aðeins um 120 eintök út í þessari lotu. Það er frekar slappt þar sem að mikil meirihluti þeirra voru til styrktaraðila, það er að segja til áhugamanna um fjallamennsku sem starfa lítið sem ekkert innan klúbbsins en vilja gjarnan styðja starfsemina, sem er mjög gott mál. Annað er að það vantaði á listann ansi mörg nöfn sem láta iðulega sjá sig á mannamótum tengdum klúbbnum og tjá sig oft og iðulega hér á vefnum. Mín skoðun er að þetta er prinsipp mál fyrir alla fjallmenn sem taka sportið alvarlega að vera aðilar að samtökum eins og ísalp og borga árgjaldið…..

gleðilega páska

jh