Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Arnarfjörður – Ísaðstæður › Re: svar: Arnarfjörður – Ísaðstæður
3. febrúar, 2009 at 11:32
#53702
0304724629
Meðlimur
Gaman að segja frá því að samgöngur á Vestfjörðum eru ekki upp á marga fiska að vetri til. Ef við Ísfirðingar heiðrum samkomuna, þá verður ferðalagið til nágranna okkar á Bíldudal eitthvað á þessa leið. Bíll skutlar okkur að Hrafnseyrarheiði sunnan Þingeyrar. Þar verða skíðin spennt undir, klifurgírnum og bjórnum skellt á bakið og gengið yfir heiði. Úr skarðinu verða skinnin tekin undan og salíbunað niður í Arnarfjörð. Þar bíður okkar bátur sem kemur hópnum yfir fjörðinn.
Þess má geta að á sumrin eru vegalengdin um 145km en ef við keyrum að vetri til, eru þetta um 700km eða eins og langleiðina til Egilsstaða. Svona er Ísland í dag.