Re: svar: Alpaklifur, alpabrölt

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Alpaklifur, alpabrölt Re: svar: Alpaklifur, alpabrölt

#52776
0703784699
Meðlimur

Drífðu þig út, reyndu síðan að fara eins fljótt aftur og hægt er meðan þú ert fullur af hugmyndum, og síðan allaveganna einu sinni enn eftir það. Sama hvað þú teigar marga á fundum um Chamonix áður en farið er að þá tekur alltaf tíma að komast inní hlutina, sem þú færð ekki nema með því að vera á staðnum og upplifa og fara aftur.

Mitt ráð, farðu í góðra vina hóp, helst ekki of stórum (2-3 er nóg en ég myndi ekki vilja klifra í mikið stærri hópum en 3, helst bara 2), reyndu að vera eins lengi og hægt er og ekki gleypa alla alpana í einu. Þú getur gert ýmislegt á 2 vikum, en ekki ef þú ætlar að eyða tímanum í að ferðast milli margra staða í lest (nema þú sért kominn með aldur til að leigja bíl í Evrópu, sem er ekki nauðsyn tel ég, kostar mikið). En það er dagsferð milli Chamonix og Zermatt og svo aftur Zermatt og Grindelwald í lest (Zermatt er bílalaus bær svo þú verður að taka lestina þangað upp). Ef þú getur, reyndu þá að vera í 4 vikur í Chamonix, þú færð mest úr því. Tekur tíma að koma sér á staðinn, veðrið getur setið á sér í nokkra daga til viku og þá er lítið hægt að gera annað en heimaklettarnir eða fjallahjólast eða flýja dalinn. Efast ekki um að kaupglaðir íslendingar eyði hálfum degi eða svo í Snell sport og félögum í rigningunni. Settu þér 2-3 markmið fyrir ferðina og reyndu að ná þeim, annað er síðan plús.

Í bókasafni Ísalp var einu sinni góð bók, 100 Classic Climbs in the Alps eða álíka. Þetta er stór bók, ekki topo sem maður getur ferðast með og þar eru classicar einsog Lumman (Aguille d´lumme) og fleiri sem íslendingar hafa farið á, svo efast ég ekki um að krús yfir internetinu skili þér langt ef þú byrjar að leita.

Chamonix er uppfullur af japönskum/kínverskum túrhestum og fjallamönnum. Þú getur fengið hafsjó af upplýsinum hjá localnum í klifurbúðunum.

Pöbbinn til að fara á og gleyma sér er Chukas, en þar eru mestu líkurnar á að hitta local fjallamenn.

Svo er best að gista á Les Arolles tjaldsvæðinu (nema þú hafðir hugsað þér fjaðurdýnu í lúxusgistingu) í Chamonix, stutt á pöbbinn (Jekyll and Hyde). En vertu búin að hugsa það hvað þú ætlar að gera við búnaðinn sem þú ætlar EKKI með uppí fjöll. Sem sagt ef þú tjaldar á Valley Blanche, að þá þarftu ekki að böðlast með allt draslið þangað upp, skilja eitthvað eftir niðri í auka tjaldi þar (borgar f. allar nætur sem tjaldið stendur) eða í pakpoka í geymslu hjá þeim.

Well einsog ég sagði, skelltu þér út, skemmtu þér vel og komdu aftur heim til að drífa þig út aftur, þú gerir aldrei allt í fyrstu ferðinni,

En mynd af Eiger og Matterhorn af dagatali ætti að nægja áður en haldið er út og með dash af ákveðni.

kvAndfætlingurinn

PS: en McOst getur verið snilldar nesti, pinna tjaldið niðurí snjóinn með bjórflöskum, balance æfingar á hryggnum niður á Valley Blance með tvo innkaupapoka fulla af mat og ….. ég held maður hætti hér,