Re: svar: Alpagráður

Home Umræður Umræður Klettaklifur Kerlingareldur Re: svar: Alpagráður

#48082
AB
Participant

Gott að sjá að menn hafa skoðanir á hlutunum.
Ég er ekki sammála því að lífið verði eitthvað óviðráðanlega flókið og erfitt þótt við notum líka alpagráðukerfið á leiðir í fjalllendi. Munum að við erum ekki að tala um einhverjar 500 klassískar gæðaleiðir sem þannig ætti að gráða. Alpagráðukerfið hefur verið notað hérlendis, t.d. talsvert í Öræfasveitinni og gott ef Ívar og co. settu ekki alpagráðu á sína stórglæsilegu Postulínsleið fyrir þremur árum. Það er því enginn að tala um að finna upp hjólið á ný.
Þau rök að menn nenni ekki eða finnist of flókið að nota alpagráður finnast mér heldur vesældarleg og halda varla gegn þeim rökum að það geti verið hættulegt að hafa einungis tæknilegar gráður á lengri leiðum í fjalllendi. Það er rökrétt að taka með í reikninginn alvarleika leiða. Alpakerfið er vel til þess fallið að gera það.
Sá sem er byrjandi í klettaklifri hérlendis þarf ekki læra mörg kerfi eins og Halli A skrifaði hér að ofan. Yosemite kerfið er allsráðandi í klettaklifri hér, búldergráður eru varla notaðar hérlendis svo þetta er í raun eitt skitið kerfi sem byrjandinn þarf að læra. Það er nákvæmlega ekkert erfitt við að setja sig inn í þetta.

Ég get ekki séð hvernig hægt er að vera á móti því að heildarerfiðleiki og alvarleiki alpaleiða komi fram með einum eða tveimur bókstöfum. Auðvitað skiptir þetta litlu máli fyrir þá sem eru eingöngu sportklifrarar, þeir geta bara sleppt því að læra inn á þetta. Þótt ævintýramennskan hafi eitthvað dvínað í klifrinu hérlendis, er og verður vonandi alltaf til fólk sem vill líka gera eitthvað annað en að fara á vellina ( þótt það sé náttúrulega frábært að klifra þar líka ).

Mergur málsins er einfaldur. Heildarerfiðleiki og alvarleiki alpaleiða á að koma fram auk tæknilegrar gráðu. Er hægt að mótmæla því?

Og Hjalti, það er best að nota kort til að finna bestu leiðina út úr bænum, leiðirnar eru gráðaðar eftir dæmigerðum umferðarþunga á föstudagseftirmiðdegi. Ekki ætla þér um of í leiðarvali:)

Kv, Andri gráðukall