Re: svar: Alpagráður

Home Umræður Umræður Klettaklifur Kerlingareldur Re: svar: Alpagráður

#48080
0311783479
Meðlimur

Ég held að menn séu sammála um að ameríska, Yosemite-kerfið (5.1,…,5.15a) sé ráðandi hér á landi til að lýsa tæknilegum erfiðleikum sem búast má við í tiltekinni leið, enda er það kerfið sem flestir leiðarvísar ísalp nota. En megin rökin fyrir því að nota alpagráðurnar til að lýsa leiðum á borð við Kerlingareldinn er þau að þær taka inn alvarleika leiðanna, t.a.m. líkur á grjóthruni eins og þeir félagar lentu í núna. Ef leið hlýtur tiltölulega háa alpagráðu en lága tæknilegagráðu, þá má ganga út frá því vísu að þetta sé alvarleg leið. En ég held að menn átti sig nú á því að þetta ætti nú bara við þessar fáu löngu klettaleiðir sem við eigum.
Þeir sem eru að stíga sín fyrstu spor í sportklifrinu standa nú aðeins frammi fyrir því að átta sig á að 5.8 er erfiðari en 5.6 og að Páskaliljur er auðveldari leið en Brostnar vonir. Því held ég að byrjendur lendi nú varla í miklu basli með að átta sig á alpagráðum ef þær innihalda tæknilega lýsingu á Yosemite-formi og svo stuðuli sem lýsir alvarleika og hættum sem búast má við. Hafa grjótglímugráðurnar nokkurn tímann verið brúkaðar af nokkru viti hér? Og hvort eru menn þá að gráða eftir ameríska- eða franska kerfinu?
En auðvitað er mergur málsins sá að menn klifra klifursins vegna og þar erum við Halli sammála. En auðvitað eiga menn bara að mæta niður í Klifurhús og vera óhræddir við að bauna spurningum um hinar og þessar leiðir á sér reyndari menn.

-á alvarleikanótum ;o)
Halli