Re: svar: Afrek helgarinnar?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Afrek helgarinnar? Re: svar: Afrek helgarinnar?

#52264
0910754319
Participant

Leiðirnar í Mýrarhyrnu eru vandlega skráðar í ársritið ´98. Leiðin sem Bjöggi og Gulli fóru heitir annað hvort Kerling eða Christian IX, báðar 4+. Þær eru báðar áberandi langar (um 200m) línur í miðri Mýrarhyrnunni. Sú hægra megin farin af Olla og Helga Borg og sú vinstra megina af mér og Valgarði Sæmundsyni (ranglega skráð í ársriti).
Mæli endregið með Mýrarhyrnunni, mjög skemmtilegt svæði með sérstaklega skemmtilegum fjölspanna leiðum. Þá held ég að þarna séu einnig fjölmargar ófarnar leiðir.