Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Aðstæður um helgina › Re: svar: Aðstæður um helgina
16. nóvember, 2006 at 18:08
#50743
2003654379
Meðlimur
Fórum I Múlafjall i dag í þeim erindagjörðum að klífa Stíganda sem er í glymrandi aðstæðum.Ingvar leiddi okkur upp að hæðsta haftinu þar sem undirritaður ætlaði að spreyta sig,en ekki vildi betur til en að ég hrasaði skömmu eftir að klifrið hófst og endaði flötum fótum við hliðina á Ingvari.Sem betur fór særðist lítið annað en stoltið en þetta verður lexía um það að þetta sport er ekki áhættulaust og andartaks andvaraleysi getur orðið dýrkeypt !Annars litur vel út með helgina og ég mundi halda að Múlafjall væri ágætiskostur.
Klifurkveðja Viðar