Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Aðstæður á Vesturlandi › Re: svar: Aðstæður á Vesturlandi
12. janúar, 2008 at 22:28
#52186
![](http://www.isalp.is/wp-content/plugins/a3-lazy-load/assets/images/lazy_placeholder.gif)
Participant
Ég, Sædís og Kristín Martha eyddum deginum í Tindfjöllum í dag. Þar upplifði maður það sama og svo oft í vetur, miklu minni snjór en maður átti von á! En veðrið gerist ekki betra eins og það var í dag, alveg heiðskýrt og logn.
Skíðuðum niður Saxa og Bláfell og einhverjar brekkur sem við fundum á leiðinni. Bláfell var það besta.
Maður kemst á jeppling að neðsta skála.