Re: svar: Aðgengi

Home Umræður Umræður Almennt Aðgengi Re: svar: Aðgengi

#49690
1410815199
Meðlimur

Hér hafið þið það, lesið þetta vel yfir og hafið þetta á hreinu þegar menn ætla að meina ykkur að ferðast á löglegan máta.

Þetta kemur ekki í veg fyrir tímabundnar lokanir á vegum sýslumanns (kvikmyndun eða þess háttar) og við verðum að virða slíkt. En ef ekkert leyfi sé til staðar frá sýslumanni þá getur enginn meinað mér för um landið utan ofangreindra takmarkana.

Eitt stykkir sumarbústaður við vatn getur ekki talist til byggðar en reiturinn í kringum hann, lóðið sjálf telst til einkalóðar eða sambærilegs hlutar, held ég. Þannig að ef maður kaupir sér eyðifjörð og byggir botni hans hús, þá getur hann takmarkað umferð í eðlilegum radíus við húsið (eðlileg lóðastærð í bæjarfélagi) en ekki þumlung umfram það.

Látið ekki yfirgang einstakra manna skjóta ykkur skelk í bringu, almenningur hefur lögin sín megin og þannig hefur það verið frá landnámi. Íslenskt lagaumhverfi er sem betur fer ekki eins og hið ameríska og vonandi verður aldrei.

Kalli, allur akstur utan vega er bannaður. Nema á jöklum og þar sem snjór er nægilegur svo jarðskemmdir verði ekki. Það er enginn vegur bannvegur nema helst af öryggisástæðum.

Lesið lögin í heild sinni ef menn vilja fræðast meir.