Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

Home Umræður Umræður Almennt Aðalfundur Ísalp 2008 Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

#52489
Goli
Meðlimur

Að hætti allra góðra spjallþráða ætla ég að drepa umræðunni á dreif, með því að ræða annað mál en samskipti KFR og ÍSALP, sem koma mér lítið við í mínu daglega lífi.

Tindfjallaskáli er mitt hjartans mál, ef þið hafið áhuga á framtíð fjallamennsku í Tindfjöllum þá getið þið lesið áfram annars ekki. Staðreyndirnar eru eftir því sem best ég veit eru eftirfarandi:

1. FÍ hefur áhuga á að eignast skálann.
2. Kyrgistan farar (hverjir eru þeir?) hafa áhuga á að taka að sér skálann, en ekki er vitað hvað það þýðir…..?
3. Einhverjir hópar hafa haft samband a.m.k. við fráfarandi formann Ísalp (eða heldur hann áfram, get ekki lesið það úr fundargerðinni) og lýst yfir áhuga á að taka að sér skálann, ég veit um tvo hópa en þeir gætu verið fleiri.
4. Hluti Ísalp manna og kvenna vilja að Ísalp haldi áfram að eiga skálann og komi honum með einum eða öðrum hætti í nothæft form.
5. Annar hluti Ísalp manna og kvenna vilja að Ísalp losi sig úr þessum skálarekstri.

Mér kæmi reyndar verulega á óvart ef það væru ekki fleiri ferðafélög en FÍ sem hefðu áhuga á að eignast Tindfjallaskálann.

Mín tillaga er að Ísalp eigi skálann áfram, jú það þarf að gera skurk í því að gera hann nothæfan, eða jafnvel byggja nýjan. Hefur virkilega verið reynt á það hversu tilbúnir Ísalparar eru að taka þátt í því verkefni? Eða byggist umræðan á því sem menn halda um sjálfboðaliðavinnu í dag? Það hefur lengi verið sagt að það sé erfitt að fá sjálfboðaliða til starfa, en hefur hjálparsveitastarf lagst á hliðina? Mér vitanlega gengur það mjög vel víða….

Ef við ákveðum að fela öðrum að eiga og reka skálann er rétt að fara í nokkurs konar fegurðarsamkeppni um hvernig uppbyggingu og rekstri hans skuli háttað. Slíku er lítið mál að þinglýsa.

Nú er ég væntanlega búinn að gera nógu marga fúla og enginn nennir að lesa meira…..en mín skoðun er komin fram.