Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › 8 farast í snjóflóði á Mont Blanc › Re: svar: 8 farast í snjóflóði á Mont Blanc

Átti leið um þessa ágætu brekku nokkrum sinnum í sumar bæði á upp og niður leið. Þetta er þriðja stóra íshrunið í sumar á sama stað og rétt að taka það fram að þetta var (serac) ís hrun sem síðan setti af stað snjóin fyrir neðan.
Í fyrsta hruninu fórust að ég held tveir en enginn í annað skiptið. Það var frekar athyglisvert í sumar að fylgjast með fólki borða nestið sitt sitjandi á ískápsstórum ísstykkjum í neðrihluta brekkunnar á meðan maður hljóp framhjá dragandi sína gesti eins hratt og fæturnir báru mann.
Ástæðan fyrir þessu hruni er bráðnun jöklanna á svæðinu sem er gríðarlega hröð og þess valdandi að ísbrekkurnar eru að verða brattari með meira íshruni. Þetta á við báðar stóru brekkurnar á Troi Mt Blanc leiðinni á Tacul og Maudit.
Þess má að lokum geta að Íslandsvinurinn og fjallaleiðsögumaðurinn Gregory Facon átti þarna leið um rétt fyrir hrunið.
Hér í Skíðadal er fyrsti snjórinn fallinn og fjöllin hvít niður í 1100m……
Fjallakveðja
Jökull Bergmann
UIAGM Fjallaleiðsögumaður