20. ágúst, 2008 at 01:49
#53011

Meðlimur
Tilgangur: Efla áhuga manna á fjallamennsku þeirrar gerðar sem reynir á kunnáttu við klifur og meðferð öryggisbúnaðar
Skilgreining: Á listann eru sjálfstæðir fjallstindar yfir 1200 metrum sem eru þess virði að þeir séu klifnir (samkvæmt almennum og viðurkenndum hugmyndagrundvelli fjallamennsku) og eru fjölbreyttir innbyrðis hvað varðar upplifun á náttúru, tæknilega áskoranir og hugsanlega erfiðleika við aðgengi og í veðri.
Þar hafiði drög að tilgangi og skilgreiningu. Gott starf Ingvar. Góðar umræður. Gott kaffi.