Re: SkinnMúnkinn

Home Umræður Umræður Klettaklifur Munkinn um helgina Re: SkinnMúnkinn

#54317
Skabbi
Participant

Það fór svo að við byrjuðum helgina á því að keyra inn í Vatnsdal og kíkja á leiðirnar í Skinnhúfuklettum. Stórskemmtilegt svæði þó lítið sé og trúlega vannýtt.

Við fórum:

„Hilti-Brand“ (5.8) – snúin í byrjun og skítlétt að ofan, pínu ójöfn en sæmileg leið.

„Erfiðasta 5.5 í heimi“ (5.9) – Stórskemmtileg slab leið, vel boltuð og löðrandi góð í alla staði.

„Pálsleið“ (5.10a) – Önnur perla, létt yfirhangandi á kafla á góðum tökum. Gamlir boltar í bland við nýja sem er pínu spes, væri líklega ráð að fjarlægja þá elstu.

Daginn eftir keyrðum við í Munkann. Ofan í gilinu var rjómablíða eins og svo oft áður. Í hitunum undanfarna daga hafði reyndar áin vaxið verulega, var kolmórauð, ófrýnileg og hávær eftir því.

Eitt af því sem gerir Munkann að skemmtilegu svæði er ágætis safn af hágæða leiðum í léttari kantinum. Talía (5.6), UV (5.7), Sófus (5.8), Stuð fyrir stutta (5.9), Bláa Ullin (5.9), Stóru mistökin (5.9) og Undir Brúnni (5.9). Sú síðastnefnda er reyndar albesta 5.nía á landinu að mínu mati. Hinar reyndar allar stórfínar.

Við klifruðum í Munkaþverárgili seinnipart laugardags og frá hádegi fram að kaffi á sunnudag í glaðasólskini og steikjandi hita. Urðum ekki vör við mannaferðir í gilinu. Ég hirti tvist úr leiðinni „Bláa Ullin“, ef e-r saknar hans má sá hinn sami hafa samband.

Allez!

Skabbi