Re: Re:vantar uppl. um klifur á N Ítalíu eða nágrenni

Home Umræður Umræður Almennt vantar uppl. um klifur á N Ítalíu eða nágrenni Re: Re:vantar uppl. um klifur á N Ítalíu eða nágrenni

#55378
Siggi Tommi
Participant

Aldrei komið þarna til klifurs en sé á http://www.coronn.com/TOPOS/climbing_areas.html að það eru nokkur svæði þarna í nágrenninu.
Lagðist ekki ítarlega í kortaskoðun en þú hlýtur að finna eitthvað út úr því á googlemaps og coronn.
Helst sýnist mér það vera Lago di Como/Lecco vera næst Mílano en svo er Arco eitthvað fjær og enn fjær Finale Ligure (sem er alla vegar risasvæði veit ég). Sennilega ekki nema 2-4 tímar á öll þessi svæði (ágiskun út í bláinn).
Það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað um þetta á stóru klettaklifursíðunum, s.s. rockclimbing.com, planetfear.com, 8a.nu og fleirum.

Á 8a.nu er m.a. http://www.8a.nu/crags/List.aspx?AscentType=0&CountryCode=ITA&City=Lecco þar sem fjögur stór svæði eru nefnd. Veit ekki hvort þetta er tæmandi listi yfir Lecco svæðin.