Re: Re:Svarti turninn í Búahömrum

Home Umræður Umræður Klettaklifur Svarti turninn í Búahömrum Re: Re:Svarti turninn í Búahömrum

#54320
Siggi Tommi
Participant

Þetta er sérdeilis glæsilegt.
Var búinn að heyra af þessu og beið spenntur eftir frumsýningunni. Kíkir á þetta við tækifæri.

Synd að þessi póstur kom ekki í gær því við Skabbi vorum Búahömrum seint í gærkvöldi og sáum djásnið en erum svo miklir heiðursmenn að ekki stóð til að snáka FFið. Hefði verið flott að teymi endurtæki leiðina sama dag og hún var FF.

Við fórum aftur á móti í Rauða turninn og fórum þar í nokkurra klukkutíma endurreisnarstarf því eins og kom fram í pistli mínum í síðustu viku voru fjölmargir boltar og efri stans komin í vafasamt ástand.
Við skiptum því um tvo bolta í krúxinu í fyrri spönn (þeir voru grútmorknir) auk þess að setja betra sigakkeri (rústfrían hring + keðju) á góðu boltana á stansinum. Tókum ónýta boltann úr stansinum líka.
Í seinni spönn var allt orðið morkið og var því skipt um fjóra bolta í neðri helmingi auk þess sem sigakkerið uppi á klöppinni var endurnýjað alveg (well ekki alveg kannski – glænýir boltar en sighringir og augu sem við tókum úr neðri stansinum). Einnig var einum bolta bætt við á létta slabbinu fyrir lokahaftið öryggisins vegna, því bráður bani hlýst ef dottið er þar (10m niður í boltann og oft múkki á syllunni). Nú þarf því ekki lengur neitt dót til að fara þarna um gleðinnar dyr.
NB. Það er ennþá gott runout milli bolta 2 og 3 í þessari spönn og vildum við ekki skemma það ævintýri enda er klifrið létt á þeim kafla. Farið bara varlega.