Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri? Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

#55348
0801667969
Meðlimur

Leiðin sem Jón fór er líklega gamla rekstarleiðin upp Hrútfellsheiðina, yfir Fimmvörðuháls og niður á Goðaland. Þarna var farið með lömb yfir Hálsinn og þau látin fitna á Goðalandi yfir sumarið og rekin til baka sömu leið um haustið. Þetta var gert allt til ársins 1917.

Á þessari leið þarf ekki að fara yfir Skógána eða nein gil. Líklega einhver gild ástæða fyrir því að hún var notuð.
Sjálfur hef ég ekki farið þessa leið en vonandi staðfestir Jón ágæti leiðarinnar.

Slapp við að fara upp að sunnan en fór þess í stað upp úr Básum á miðvikudagskvöldið. Var að líta eftir útigöngufé en það þarf svo sannarlega að huga vel að skepnum þegar hætt er á öskufalli og eimyrkju.

Í stuttu máli þá var aðkoman að gosinu úr þessari átt vægast sagt stórbrotin. Annars ætti frænka mín, Björk Hauksdóttir, sem er ættuð frá Stóru-Mörk og fór með mér í ferðina að geta gefið link á myndir.

Kv. Árni Alf. Óðalsbóndi yfir Þórsmörk

P.S. Verið í myrkri við eldstöðvarnar. Annað er sóun.