Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri? Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

#55364
0801667969
Meðlimur

Oftast betra að fara alveg upp við Lón þegar frystir duglega.

Annars var auglýst í gær að vegurinn væri ekki fær nema breyttum bílum. Þetta bull kom frá Almannavarnadeild RLS, og lögreglu fyrir austan og Landsbjörgu sem klikktu úr með að þetta væri aðeins fyrir 38“ jeppa og stærri. Mikið hefur akstursgetu þessara höfðingja farið aftur.

Á veginum (sem hefur verið lagaður mikið frá því í síðustu viku) er nefnilega yfir engin vatnsföll að fara að vetri til. Hvanná er eina undantekningin en talsvert rauk úr henni í morgun. Kannski var það fyrirboði hinnar nýju sprungu sem myndaðist nú í kvöld.

Er búin að vera þarna á minni óbreyttu Zúkku undanfarið og gengið vel. Móðgaðist stórlega við þessa tilkynningar. Í dag var tilkynningunni breytt og sagt aðeins fyrir vana ökumenn. Mun sáttari.

Var staddur við Heljakamb milli tvö og þrjú í nótt þegar skyndilega kom breið hrauntunga ofan af Hálsi og myndaði tignarlegan eldfoss niður í Hrunagilið. Lítið var búið að vera í gangi og hraunið vart sýnilegt áður en þetta gerðist. Það er auðvitað dálítil tilviljun hvað menn sjá. Hins vegar var svo mikill brunagaddur þarna í logninu að maður hafðist varla við nema á hlaupum um Morinsheiðina.

15 stiga frost var þegar við komum niður í Bása í morgun.

Kv. Árni Alf.