Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri? Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

#55362
Sissi
Moderator

Í gær opnaði inn í Mörk. Vegurinn er fínn en það var klakastífla fyrir neðan lónið og yfirborðið í því vaði í hæsta lagi fyrir minn óbreytta Land Rover Discó. Slapp samt.

Tekur svona 2,5 tíma að rölta upp að gosinu þarna megin og verður eiginlega að segjast að þetta er algjörlega biluð sjón. Maður er þarna í stúkusæti ofan á fellinu og horfir beint ofan í gíginn, kannski 200-300 metrar. Myrkur er líka málið (það var fullt tungl í nótt og hægt að slökkva talsvert á hausljósinu).

Það sleppur að fara ekki á brodda eins og aðstæður eru núna, aðallega útaf ösku ofan á klakanum í Heljarkambi. Myndi samt taka þá með.

Vorum 5 1/2-6 klst úr bíl í bíl, með góðu stoppi. Svona 2,5 uppeftir. 12 tímar úr bænum í bæinn.

Team Saumó fóru upp þarna megin á reiðhjólum í gærkveldi, það er þó ekki hægt að mæla með því nema fyrir mjög vana.

Stuð.

Sissi