Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri? Re: Re:Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?

#55345
0503664729
Participant

Palli,

Ég labbaði upp að gosstöðvunum í gær, fimmtudag. Ég mæli ekki með skíðum. Það er frekar langt labb upp í snjó (600-700 m hæð) og það er þó nokkur aska á snjónum og það hjálpar ekki.

Lagði upp vestan Drangshlíðarfjalls en það er frábær leið (getur fengið track ef þú villt)og engin umferð.

Við byrjuðum að labba kl. 7 og það mátti ekki seinna vera. Þetta er leiðinlegt ef menn fara seinna af stað og lenda í drullu og mjúkum snjó.
Við vorum 4,5 tíma frá vegi og upp að gígnum þar sem við stoppuðum í 2,5 tíma í blankalogni.

Það að standa við gíginn er engu líkt og erfiðisins virði og meira en það.

Kv,

Jón Viðar