Re: Re:Slys í Heljaregg

Home Umræður Umræður Klettaklifur Slys í Heljaregg Re: Re:Slys í Heljaregg

#55433
Freyr Ingi
Participant

Ísalpfélagarnir Ágúst Kristján, Jón Heiðar Rúnarsson og Örn Arnarson voru á ferð í Heljaregginni í dag. Þegar þeir voru að byrja á þriðju spönn losnaði grjót sem Örn hélt um og við það féll hann niður um 10 metra. Í fallinu reif hann út báðar millitryggingarnar sem hann hafði sett inn og lenti þar af leiðandi í megintryggingunni sem var sett utan um tvo stóra steina. Honum var svo slakað á syllu þar sem hægt var að nálgast hann og hlúa að honum en í fallinu fékk hann höfuðhögg og vankaðist nokkuð.

Örn var svo hífður um borð í þyrlu LHG og fluttur á slysadeild.
Áður en félagar hans höfðu náð að síga niður leiðina var Örn þegar búinn að hringja í félaga sína og láta vita af sér. Var þeim nokkur léttir að heyra svo fljótt aftur í honum.

Um leið og Ísalp óskar Erni góðum og skjótum bata minnum við félagsmenn okkar á að leiða hugann reglulega að útbúnaði og kunnáttu til að bregðast við þegar eitthvað fer öðruvísi en áætlað var í fyrstu.