Re: Re:Skálaflutningur

Home Umræður Umræður Almennt Skálaflutningur Re: Re:Skálaflutningur

#54431
2802693959
Meðlimur

Virkilega skemmtileg stemming í þessum myndum og augljóst að ég hef misst af miklu allt síðasta ár. Þakka öllum sem lögðu hönd á plóg við verkefnið og sér í lagi Gutta fyrir hans óeigingjörnu vinnu.
Hlakka mjög til að kíkja í Tindfjöll og kanna hvernig gangi að rifja upp gamlar og góðar stundir í þessu glæsilega húsi. Trúi því að gamall andi svífi enn yfir þrátt fyrir andlitslyftinguna.
kv, Jón Gauti
Og af því að ég missti svo illa af bæði vinnunni, „reisugilinu“ og flutningunum læt ég mig dreyma um sameiginlega ferð í sól, snjó og blíðu næsta vors þar sem gömlum brýnum og nýjum verður stefnt í Tindfjöll.