Home › Umræður › Umræður › Almennt › Er ekki komið nóg? › Re: Republic du banan

Eins og Kristín Matha bendir réttilega á þá er virðisaukinn af álinu sorglega lítill. Virðisaukinn af hverjum ferðamanni er meira en tvöfallt meiri. Velti fyrir mér hvurslags hálfvitar eru við stjórnvölinn á þessu landi. Hafa geinilega ekki lesið þessa skýrslu. Maður er farinn að efast um að þetta lið hafi yfir höfuð gengið í skóla á lífsleiðinni.
Má til með að benda á nokkur komment úr skýrslunni:
“Hátt gengi krónunnar hefur verið mikill hvati fyrir flutning iðnfyrirtækja til útlanda”
“Nær öruggt má því telja störfum í iðnaði fækki frekar en fjölgi hérlendist á næstu árum þrátt fyrir uppbyggingu í áliðnaði”
“…líklegt að hagvaxtaráhrif þessara tveggja stóru fjárfestingarverkefna verði lítil…”
“Hreinar útflutningstekjur af einu tonni af þorski nema 10 tonnum af áli og að sama skapi skilar hver ferðamaður virðisauka á við þrjú tonn af áli.”
Í skýrslunni er álveravæðingunni helst líkt við skuttogarvæðinguna á áttunda áratugnum en þá leiddi hraður vöxtur til hækkunar á gengi krónunnar sem leiddi aftur til þess að öðrum greinum var ýtt til hliðar og hlutfall útflutnings af landsframleiðslu lækkaði í raun.
Ályktum um málið!